Hvatningarverðlaun til ungs fólks

Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir hlaut í dag titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2023. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í Sólinni, Háskóla Reykjavíkur ásamt Margréti Helgu Gunnarsdóttur, landsforseta JCI. Það eru einmitt samtökin JCI á Íslandi sem veita verðlaunin á hverju ári en Aníta Sóley var tilnefnd fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.

Við óskum Anítu Sóley hjartanlega til hamingju með titilinn! 

Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Margrét Helgu Gunnarsdóttur, landsforseta JCI 2023.