Framúrskarandi ungur Íslendingur 2015
Í dag afhenti Forseti Íslands verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar við hátíðlega athöfn í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Verðlaunin í ár féllu í skaut Rakelar Garðarsdóttur fyrir störf á sviði siðferðis og umhverfismála. Rakel Garðarsdóttir stofnaði velferðarsamtökin Vakandi upp á sitt einsdæmi en samtökin berjast fyrir minni sóun matvæla. Síðan að samtökin voru stofnuð í [...]