Topp 10 hópurinn 2014
Dómnefnd kom saman um helgina og valdi topp 10 hópinn í ár og sigurvegara. Dómnefndina í ár skipa Sigurður Sigurðsson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor HR, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari. Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt við hátíðlega athöfn mánudaginn 2. júní kl. 16:30-19:00 í Sólinni [...]