Framúrskarandi ungur Íslendingur 2020

Á hverju ári biðjum við almenning um að aðstoða okkur við að finna framúrskarandi ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Við erum að leita að einstaklingum sem hafa skarað framúr á sínu sviði, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins.

Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi athyglisverð verkefni.

Tilnefnt er í eftirfarandi tíu flokkum:

1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði.
3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
4. Störf /afrek á sviði menningar.
5. Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.
6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
7. Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.
8. Störf á sviði tækni og vísinda.
9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Sendu inn þína tilnefningu:

Tilnefningum hefur verið lokað fyrir árið 2020. Takk öll fyrir að senda inn tilnefningu. Dómnefnd mun núna fá það erfiða verkefni að fara yfir tilnefningarnar.