Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem stefnir hátt og kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni. Í ár verða verðlaunin veitt 11. árið í röð og erum við nú að óska eftir tilnefningum.
Lokað hefur verið fyrir tilnefningar. Verðlaunin verða veitt 31. maí og kemur þá í ljós hvaða einstaklinga dómnefndin valdi úr hópi þeirra fjölmörgu sem hlutu tilnefningu.
Guðjón Már Guðjónsson, athafnamaður og verðlaunahafi frá 2009, Kristín Rós Hákonardóttur, sundafrekskona og verðlaunahafi frá 2003, Garðar Thor Cortes, söngvari og verðlaunahafi frá 2007 og Viktor Ómarsson, landsforseti JCI Íslands 2012.
Í stuttu máli er ferlið þannig að við auglýsum eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Dómnefndin mun síðan fara yfir tilnefningar og velja úr þrjá verðlaunahafa.
Verðlaunaafhendingin sjálf fer fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 31. maí. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari verkefnisins og mun hann afhenda verðlaunin. JCI Ísland tilnefnir síðan verðlaunahafana til JCI International en árlega eru valdir tíu framúrskarandi einstaklingar á heimsvísu. Tveir Íslendingar hafa fengið þá útnefningu, þau Kristín Rós og Guðjón Már.
Upprunaleg frétt: JCI.is