Hvatningarverðlaun til ungs fólks

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Lokað hefur verið tilnefningar í ár og mun dómnefnd fara yfir innsendar tilnefningar.

Það bárust fjöldinn allur af tilnefningum frá fjölbreyttum hópi fólks. Starfið dómnefndarinnar verður ekki auðvelt.