Hvatningarverðlaun til ungs fólks

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Af þessum hópi verður einn einstaklingur valinn sem Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2019.

Athöfnin til að veita viðurkenningu verður haldin í Iðnó við Tjörnina þann 4. september næstkomandi. Húsið opnar kl 17:00 og athöfnin sjálf hefst stundvíslega klukkan 17:30. Afhendingin er opin almenningi en nánari upplýsingar um viðburðin má finna á Facebook.