Óslitið frá árinu 2002 hefur JCI verðlaunað framúrskarandi unga Íslendinga.
Í tvígang hefur Ísland átt fulltrúa í röðum þeirra tíu sem heimsstjórn valdi en það eru þau Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hlaut þau árið 2003 og Guðjón Már Guðjónsson frumkvöðull árið 2009.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau sem hafa verið verðlaunuð:
Árið 2020
Elísabet Brynjarsdóttir
Fyrir störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála
Elísabet er verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Krossins en áður en hún varð verkefnastjóri þá vann hún sem hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði í tvö ár. Hún hóf feril sinn í verkefninu sem sjálfboðaliði áður en hún var ráðin til starfa.
Sem verkefnastjóri hefur hún unnið ótrúlegt þrekvirki við skipulagningu starfsins og vitundarvakningu um orsakir, eðli og afleiðingar vímuefnavanda fyrir einstaklinginn, svo og samfélagið í heild eins og aðstæður heimilislausra og þeirra sem minna mega sín. Hún er ötul baráttukona jaðarsettra hópa, til dæmis heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð.
Hún fræðir almenning um stöðu fólks með vímuefnavanda og brennur svo heitt fyrir málefninu. Hún hefur tekið að sér það hlutverk að reyna sýna þjóðinni að fólk er fólk, alveg sama í hvaða aðstæðum það hefur lent og allir eiga skilið mannúð og virðingu.
Elísabet útskrifaðist úr Háskóla Íslands sem Hjúkrunarfræðingur árið 2017. Á meðan hún sinnti námi sínu stofnaði hún geðfræðslufélagið Hugrúnu árið 2016 og sat þar sem formaður félagsins árið 2017-2018. Á starfsári sínu sem formaður opnaði félagið heimasíðuna gedfraedsla.is með fræðslu um geðheilbrigði og úrræði á mannamáli. Sama ár sat hún í Stúdentaráði Háskóla Íslands sem formaður sviðsráðs en ári seinna (2018) var hún kjörin Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Sem Forseti Stúdentaráðs HÍ byrjaði hún að berjast gegn ómannúðlegum tanngreiningum á hælisleitendum og vakti athygli á því að slíkar greiningar færu fram innan Háskólans. Ári síðar, 2019, ákvað Háskóli Íslands að hætta að tanngreina ungmenni á flótta. Hún tók einnig þátt í að stofna loftslagsverkfallið hér á Íslandi og skipulagði meðal annars stærstu kröfugöngu verkfallsins með yfir 2000 manns á Austurvelli að krefjast þess að Ísland geri meira fyrir jörðina. Þar að auki sat hún sem formaður stúdenta í alþjóðlegu samstarfsneti Háskóla, Aurora network, árin 2018-2020, þar sem hún barðist meðal annars fyrir vitundavakningu á geðheilbrigðismálum á alþjóðagrundvelli.
Árið 2019
Pétur Halldórsson
Fyrir störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála
Pétur er formaður Ungra umhverfissinna og er ötull talsmaður náttúruverndar og valdeflingar ungs fólks. Lokaverkefni hans í líffræði var rannsókn á íslenska himbrimastofninum en engin haldbær gögn voru til um íslenska stofninn. Pétur er í stjórn Landverndar og er mikill talsmaður þess að samrýma loftslagsaðgerðir og endurheimt vistkerfa.
Árið 2018
Ingileif Friðriksdóttir
Fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Ingileif er laganemi, fjölmiðlakona og áhrifavaldur sem hefur notið mikilla vinsælla á samskiptamiðlinum Snapchat. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og stýrði þáttunum Hinseginleikinn fyrir netútgáfu RÚV.
Árið 2017
Ævar Þór Benediktsson
Fyrir afrek á sviði menntamála
Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur með brennandi áhuga á að skemmta og mennta ungt fólk. Hann hefur skrifað bækur sem eru bæði skáldsögur og bækur sem vekja áhuga á vísindum hjá börnum. Hann gaf seinast út bókina Bókaflóttinn mikli sem kom út á ensku og dönsku. Hann hefur einnig hlotið viðurkenningu frá samtökum móðurmálskennara fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu og hlaut viðurkenningu fyrir að vera einn af bestu barnabókahöfundum Evrópu.
Árið 2016
Tara Ösp Tjörvadóttir
Fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Tara Ösp Tjörvadóttir er ein af forsprökkum #égerekkitabú samfélagsmiðlabyltingunnar og tók þátt í stofnun samtakanna Geðsjúk.
Hún hefur barist fyrir fordómum gegn andlegum sjúkdómum síðan hún kom út úr sínum þunglynda skáp 2015, eftir 12 ára baráttu við þunglyndi.
Nánari umfjöllun
Árið 2015
Rakel Garðarsdóttir
Fyrir störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála
Rakel Garðarsdóttir stofnaði velferðarsamtökin Vakandi upp á sitt einsdæmi en samtökin berjast fyrir minni sóun matvæla. Síðan að samtökin voru stofnuð í ársbyrjun 2014 hefur orðið mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting í samfèlaginu um sóun á mat.
Árið 2014
Sævar Helgi Bragason
Fyrir störf á sviði tækni og vísinda
Sævar er framúrskarandi ungur vísindamaður sem hefur í mörg ár kveikt áhuga barna, ungmenna og fullorðinna á alheiminum og stjörnuskoðun. Hann safnaði meðal annars öllu fé sem þurfti til að gera Galíleósjónaukann að veruleika og heimsótti 150 skóla í tengslum við verkefnið.
Nánari umfjöllun
Árið 2013
Guðmundur Stefán Gunnarsson
Fyrir störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála
Guðmundur Stefán er íþróttakennari og júdókennari í Reykjanesbæ. Hann stofnaði júdódeild sem er í dag stærsta júdófélag á Íslandi og er sérstök fyrir þær sakir að hún hefur eingöngu verið rekin í sjálfboðastarfi og nemendur greiða engin iðkendagjöld
Hilmar Veigar Pétursson
Fyrir störf á sviði tækni og vísinda
Auk þess að hafa leitt CCP í gegnum viðvarandi velgengni og gríðarlegan vöxt hefur hann tekið virkan þátt í að móta leikjaiðnaðinn sem og uppvöxt upplýsingatækni og frumkvöðlastarfsemi almennt á Íslandi.
Melkorka Ólafsdóttir
Fyrir störf/afrek á sviði menningar
Melkorka er framúrskarandi hljóðfæraleikari sem hefur farið víða um heim til þess að nema og vinna að listinni að leika á flautu. Hún vann til verðlauna í einni stærstu flautukeppni heims, Nielsen keppninni í Kaupmannahöfn 2010 og hefur síðustu árin starfað við sinfóníuhljómsveit í Japan.
Vilborg Arna Gissurardóttir
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Vilborg er fyrsta íslenska konan sem gengur á Suðurpólinn en í leiðinni safnaði hún 37 milljónum ril styrktar kvennadeildar Landspítalans. Vilborg hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og hvatt fólk til að setja sér markmið og láta drauma sína rætast.
Árið 2012
Gunnar Nelsson
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Halldór Helgason
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Katrín Jakobsdóttir
Fyrir störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði
Leifur Leifsson
Fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Árið 2011
Freyja Haraldsdóttir
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Magnús Geir Þórðarson
Fyrir störf/afrek á sviði menningar
Árið 2010
Aldís Sigurðardóttir
Fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Árið 2009
Guðjón Már Guðjónsson
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Páll Óskar Hjálmtýsson
Fyrir störf/afrek á sviði menningar
Völundur Snær Völundarson
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Árið 2008
Örn Elías Guðmundsson; “Mugison”
Fyrir störf /afrek á sviði menningar
Víkingur Heiðar Ólafsson
Fyrir störf/afrek á sviði menningar
Margrét Lára Viðarsdóttir
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Árið 2007
Sólveig Arnarsdóttir
Fyrir störf /afrek á sviði menningar
Garðar Thor Cortes
Fyrir störf/afrek á sviði menningar
Birkir Rúnar Gunnarsson
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Bjarni Ármannsson
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
Árið 2006
Björgólfur Thor Bjórgólfsson
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Einar Bárðarson
Fyrir störf /afrek á sviði menningar
Veigar Margeirssson
Fyrir störf/afrek á sviði menningar
Ragnhildur Káradóttir
Fyrir störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.
Hendrikka Waage
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Rósa Gunnarsdóttir
Fyrir leiðtogar/afrek á sviði menntamála
Árið 2005
Gísli Örn Garðarsson
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Emilíana Torrini
Fyrir störf /afrek á sviði menningar
Andri Snær Magnason
Fyrir framlag til barna, heimsfriðiar og/eða mannréttinda
Stefán Ingi Ganagane Stefánsson
Fyrir störf á sviði mannúðar eða sjálfboðamála.
Eiður Smári Guðjohnsen
Fyrir einstaklingssigra og/eða afrek
Árið 2004
Ásdís Halla Bragadóttir
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Sigurrós Davíðsdóttir
Fyrir störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði
Árið 2003
Aðalheiður Birgisdóttir
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Stefán Karl Stefánsson
Fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Kristín Rós Hákonardóttir
Fyrir einstaklingssigra og afrek
Árið 2002
Magnús Scheving
Fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
Marsibil Sæmundsdóttir
Fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Haraldur Örn Ólafsson
Fyrir einstaklingssigra og afrek
Margrét Vilhjálmsdóttir
Fyrir störf /afrek á sviði menningar
Verðlaunin eru veitt af JCI í tíu flokkum sem eru:
1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði.
3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
4. Störf /afrek á sviði menningar.
5. Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.
6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
7. Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála.
8. Störf á sviði tækni og vísinda.
9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.