Verðlaunin Framúrskarandi Ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.
Auglýst var eftir tilnefningum á hverju ári og geta allir sent inn tilnefningar fyrir framúrskarandi ungan íslending. Sérstök dómnefnd fór svo yfir tilnefningar og valdi úr tíu einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlaunahafa.
Dómnefnd verðlaunna í ár skipaði;
Margrét Helga Gunnarsdóttir, Landsforseti JCI Íslands
Helgi Guðmundsson, Senator JCI Reykjavíkur
Þórunn Eva G. Pálsdóttir, Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs
Eva Brá Önnudóttir, varaforseti LUF
Saman fengu þau þá miklu áskorun að fara í gegnum tilnefningarnar og velja úr þeim tíu framúrskarandi unga einstaklinga.
Okkur er ánægja að tilkynna Topp 10 hóp verðlaunanna í ár. Þetta er flottur hópur sem hefur gert flotta hluti á sínu sviði. Eftirfarandi einstaklingar hljóta viðurkenninguna í ár;
- Anita Ýrr Taylor
Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála
- Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir
Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
- Annie Mist Þórisdóttir
Einstaklingar og/eða afrek
- Birna Dröfn Birgisdóttir
Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
- Bryndís Bjarnadóttir
Störf á sviði tækni og vísinda
- Edda Þórunn Þórarinsdóttir
Störf/uppgötvanir á sviði læknisfræði
- Laufey Lín Jónsdóttir
Störf/afrek á sviði menningar
- Kristín Taiwo Reynisdóttir
Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
- Sveinn Sampsted
Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
- Tinna Hallgrímsdóttir
Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða umhverfismála
Einn úr þessum hópi verður svo valinn sem Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2023 á formlegri verðlaunaafhendingu sem verður haldin miðvikudaginn 6. desember kl. 17:00 í Sólinni, Háskóla Reykjavík.
Við óskum þessum flotta hóp innilega til hamingju með tilnefninguna.