Kristfríður Rós Stefánsdóttir 

Störf /Afrek á sviði menningar 

Kristfríður hefur gefið mikið af sér til Snæfellsbæjar þar sem hún býr og þá sérstaklega til menningarmála á bæði íþrótta- og tómstundasviði. Kristfríður hefur setið sem framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Víkingur/Reynir, framkvæmdastjóri Snæfellsnes Samstarfsins í Knattspyrnu og í dag starfar hún sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar þar sem hún hóf störf 2022. Þar sem hún er forstöðumaður íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar, ásamt að vera yfir tómstundamálum bæjarins. Einnig situr hún í ýmsum nefndum sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi s.s. Heilsueflandi samfélag og Íþrótta og æskulýðsnefnd. Einnig situr hún í stjórn HSH síðan 2022. 

Auk þess er Kristfríður eigandi CF SNB sem er Crossfit stöð á Rifi og hefur rekið hana með eiginmanni sínum síðan 2019, en þar eru fjölbreytt námskeið og tímar í boði fyrir íbúa Snæfellsbæjar og alla aldurshópa. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún haft mikil áhrif á samfélagið og unnið mikið að því að gera Snæfellsbæ að öflugra samfélagi.

Einnig hefur hún nýtt styttingu sína í vinnunni til að sjá um byrjenda boltann fyrir börn á leikskólaaldri og íþróttaskólann á föstudögum, þar sem hún þjálfar fyrir ungmennafélagið en þá sá Kristfríður einungis lausnir þegar kom að styttingu vinnuviku í leikskólanum.

Kristfríður hefur hag íbúa Snæfellsbæjar fyrir brjósti hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Hún hefur lokið BSc í íþrótta- og heilsufræði, er að ljúka námi við MSc í íþrótta- og heilsufræði við HÍ, ásamt að hafa hún lokið einka- og styrktarþjálfaranám við ÍAK, og setið mörg þjálfarnámskeið og kennaranámskeið t.d. unbaenasundkennaranámskeið, fosmflex þjálfararéttindi, barre kennaranámskeið, Nýir Stjórnendur við opna háskólann í Reykjavík o.fl.

Það má því vel segja að hún hefur skarað framúr á sínu sviði og er frábær fyrirmynd fyrir alla aldurshópa og gefið af sér til samfélagsins á einn eða annan hátt, en hún ólst upp í Ólafsvík í Snæfellsbæ og flutti aftur heim að loknu námi árið 2019 og hefur því gefið mikið af sér til samfélagsins.

Þetta hvetur auk þess ungt fólk til að flytja út á land og sjá að það séu tækifæri að flytja aftur heim. Þetta er einnig hvatning fyrir aðra einstaklinga að gefa af sér til samfélagsins og að taka þátt í að byggja upp það samfélag sem þau vilja búa í og ala upp fjölskyldur.