Ólöf Bjarki Antons
Störf á sviði siðferðis og/ eða umhverfismála
Ólöf Bjarki hefur mjög sterka réttlætiskennd og er ófeimið við að segja sínar skoðanir. Hán hefur verið öflugt í samtökum Hinsegins fólks og barist fyrir réttlæti trans fólks. Hán hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi til að útskýra málefni transfólks og upplýsa okkur hin um hvað og hvernig við ættum að umgangast trans fólk og hvernig þau vilja láta tala við sig.
Þau séu bara manneskjur eins og við með sínar tilfinningar og að þetta kemur kynhneigð ekkert endilega við. Ólöf Bjarki er með B.A. gráðu í Stjórnmálafræði með kynjafræði sem aukagrein.
Ólöf Bjarki var formaður Trans Íslands árin 2022-2024 og fékk félagið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2023. Rökstuðningur fyrir verðlaununum var sú að Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti og hefur Ólöf Bjarki tekið mikinn þátt í þessu starfi.
Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinnur náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks.
Ólöf er einnig hjálpsamt við vini sitt og hefur td. í hestamennskunni verið mörgum innan handar í sínum störfum bæði börnum og fullorðnum. Hán hefur stundað hestamennsku á Dalvík og segir þar vera að finna góða reiðvegi bæði til fjalls og fjöru.