Róbert Ísak Jónsson 

Einstaklingssigrar og/eða afrek

Róbert er  afreks íþróttamaður og sundkappi. Hann hefur sett fjölda Íslandsmeta og er margfaldur Íslandsmeistari í sundi.  Á ólymp­íu­mót­inu í Tókýó 2021 varð hann sjötti í 100 metra flugsundi, tí­undi í 100 metra bring­u­sundi og sjötti í 200 m fjórsundi.

Róbert kepp­ti  á Ólymp­íu­móti fatlaðra, Para­lympic, í Par­ís í sum­ar. Hann fékk svokallaða  Bipar­tite-út­hlut­un en slík boð eru veitt hæf­um íþrótta­mönn­um sem ná ekki lág­mörk­um af ein­hverj­um ástæðum. 

 Hann vann brons á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi og hafnaði í sjötta. sæti í úrslitum í 200 metra fjór­sundi í flokki S14 á Ólymp­íu­mót­inu í Tókýó nú fyrir stuttu. Ró­bert stóð sig gríðarlega vel á Ólymp­íu­mót­inu.

Fyrir utan það að stunda sína íþrótt og æfa sig í að vera hraðari, sterkari og betri þá hefur hann verið ötull talsmaður fyrir hreyfingu hjá fötluðum börnum og hefur sett sér það markmið að fá fleiri fötluð börn til að stunda íþróttir. Þar sem því miður stunda aðeins 4% fatlaðra barna á Íslandi sem stunda íþróttir miðað við yfir 80% ófatlaðra barna.