Daníel E. Arnarsson

Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Daníel E. Arnarsson hefur starfað ötullega að málum hinsegin fólks og hefur verið framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 frá árinu 2017. Samtökin ‘78 eru málsvari hinsegin fólks á Íslandi, veita hinsegin fólki sterkari rödd í samfélagsumræðunni og berjast fyrir lagasetningu sem skilar bættum réttindum hinsegin fólks. Þau veita þá ráðgjöf til hinsegin einstaklinga og aðstandendur þeirra en einnig eru þau með umfangsmikla fræðslustarfsemi þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki eru heimsótt og frætt um hinsegin málefni. 

Daníel er fæddur árið 1990 og er uppalinn á Þorlákshöfn til tvítugs, síðan þá hefur hann búið í Hafnarfirði og í Reykjavík. Daníel gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Daníel er með bakkalárgráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Daníel hefur verið mikið í stjórnmálum frá því að hann var 17 ára gamall og tekið þátt í öllum kosningum síðan 2009. Hann byrjaði með ungliðagreyfingunni, UVG og sat í stjórn hennar frá 2007 til 2014. Hann stofnaði Ung vinstri græn á Suðurlandi og var formaður þess í tvö ár. 

Hann hefur starfað mikið  fyrir Vinstrihreyfingin – grænt framboð og hefur hann bæði verið varaþingmaður Suðurkjördæmis 2017 og einnig varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá 2021.

Daníel vann í markaðs- og auglýsingamálum hjá Te & Kaffi, hefur unnið við fiskvinnslu, þjónastörf, verslunarstjóra störf, var kosningastjóri í þremur kosningum og áður en hann byrjaði hjá Samtökunum ’78 var hann framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Í frítíma sínum leggur Daníel rækt við söng og stýrir vikulegum karaoke-kvöldum á hinsegin skemmtistaðnum Kiki-Queer Bar.