Eva Michelsen 

Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/ eða hagfræði

Eva er óstöðvandi frumkvöðull og má sérstaklega nefna deilieldhúsið Eldstæðið sem hún stofnaði og rekur. Eldstæðið er vottað atvinnueldhús fyrir smáframleiðendur og matarfrumkvöðla, fyrsta sinnar tegundar af þessum skala á Íslandi. Hún sá vöntun á íslenskum markaði fyrir matarfrumkvöðla og auðveldar það öðrum frumkvöðlum að taka sín fyrstu skref í rekstri á öruggan og hagkvæman hátt – prufa sig áfram áður en farið er í stórar fjárfestingar. Sjá má nánari upplýsingar á www.eldstaedid.is

Hún lauk meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.  Hún stóð fyrir rannsókn sem var um: Fórnfýsi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema á Íslandi. Rannsóknarefnið spratt út frá annarri rannsókn þar sem hún kannaði hvort munur væri á framlagi kynjanna til góðgerðamála þar sem nemendur fjögurra háskóla á íslandi tóku þátt.  

Hún var framkvæmdastjóri Húss sjávarklasans 2012-2017- og vann náið með stofnanda Sjávarklasans, Þór Sigfússyni að koma þeirri hugmynd að hjá sjómönnum að taka alla þorskhausanna. Þegar það komst í gegn voru þeir seldir úr landi fyrir 8 milljarða. 

Hún var verkefnastjóri Nordic Kitchen og stóð fyrir tveggja daga vinnusmiðjum í Reykjavík, Helsinki og Stokkhólmi. Í samstarfi við Sweden Food tech í Svíðþjóð, Arctic startup í Finnlandi og Michelsen Konfekt á Íslandi. Vinnusmiðjan var styrkt af Rising North. Þangað gat fólk komið og þróað matartengdar hugmyndir sínar þeim að kostnaðarlausu. Undir leiðsögn fagfólks innan matargeirans.  

Eva var verkefnastjóri fyrir Lífsgæðasetur St. Jó í Hafnarfirði þar sem gamla St. Jósefsspítala var breytt í Lífsgæaðsetur og opnaði dyrnar fyrir bæjarbúum þann 5.september 2019 á 93 ára afmæli spítalans.  

Þess má einnig geta að Eva tók þátt í YTILI fellowship prógramminnu á vegum Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna (e. U.S. Department of State) þar sem ungir frumkvöðlar frá Evrópu fara til Bandaríkjanna og kynnast öðrum frumkvöðlum og viðskiptaumhverfi Bandaríkjanna. Þetta er haldið einusinni á ári og fær eingöngu einn íslendingur að taka þátt hvert ár.  

Eva er sjálfmenntuð köku – og konfektgerðarkona, handgerðar kökur, konfekt og annað góðgæti  frá Michelsen konfekt eru engu lík.  

Eva er einnig stofnandi og heldur úti umboðssölu fyrir notað þjóðbúningaskart og íslenska þjóðbúninga (www.viravirki.is) og Stofnaði og rekur Rassvasa bókhalds- og fjármálaráðgjafafyrirtæki (rassvasi.is). Heldur úti ótal namskeiðum og meira að segja Tiktok reikningi til þess að ná að upplýsa fólk um hvernig  feta megi sig áfram í fjármálum . Hún er í alla staði einstök og mikill drifkraftur sama hvaða verkefni sem hún tekur að sér.