Óslitið frá árinu 2002 hefur JCI verðlaunað framúrskarandi unga Íslendinga.

Í tvígang hefur Ísland átt fulltrúa í röðum þeirra tíu sem heimsstjórn valdi en það eru þau Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hlaut þau árið 2003 og Guðjón Már Guðjónsson frumkvöðull árið 2009.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hafa verið verðlaunaðir:

Árið 2019

Pétur Halldórsson

Fyrir störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála

Pétur er formaður Ungra umhverfissinna og er ötull talsmaður náttúruverndar og valdeflingar ungs fólks. Lokaverkefni hans í líffræði var rannsókn á íslenska himbrimastofninum en engin haldbær gögn voru til um íslenska stofninn. Pétur er í stjórn Landverndar og er mikill talsmaður þess að samrýma loftslagsaðgerðir og endurheimt vistkerfa.

Árið 2018