Guðjón Reykdal Óskarsson

Störf /Afrek á sviði læknisfræði 

Framúrskarandi ungur maður sem lætur mikla fötlun og erfiðan sjúkdóm ekki hefta sig í starfi og námi. Guðjón starfar við rannsóknir í mannerfðafræði og hefur m.a. rannsakað sinn eigin sjúkdóm. Hann er líka afburðanámsmaður og ætti að vera fyrirmynd okkar allra. Hann var þriðji dúxinn í fjölskyldunni sem brautskráðist frá Fjölbrautaskóla suðurlands og fékk verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði og Þýsku. Eftir doktorsnámið fór hann í meistaranám í hagnýtri siðfræði og er að að vinna að lokaritgerð.  Guðjón er líka áhugamaður um ljósmyndun. Hann hefur sjálfur sagt: „Ég ætla ekki að láta hræðsluna við dauðann koma í veg fyrir að ég nái því sem ég ætla mér. Ég finn að það gefur mér smá kraft að segja þetta upphátt.“

Árið 2011 hlaut hann  styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands á aldarafmæli skólans. Hann og samnemendur úr frumkvöðlafræði áfanga Fjölbrautaskóla Suðurlands stofnuðu fyrirtækið Brynja og hönnuðu þau handhæg tölvuumslög, Brynjur.

Árið 2013: Hlaut hann hvatn­ing­ar­verðlaun Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hann skrifaði  grein í Nútímann “Læknum Duchenne”, sem var þess efnis að hann trúði því að hægt væri að lækna Duchenne sjúkdóminn. Í greinni hét hann því að gera allt sem hann gæti til að komast að settu marki. Þessi grein hefur mikið verið vitnað í á facebook síðu Duchenne Samtaka á Íslandi og notað sem logo. Var til sölu Buff og bolir með áletruninni Læknum Duchenne. Einnig voru seld jólakort til styrktar rannsóknum við Duchenne.

Árið 2020 birti hann fræðigreinar um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna. Hann hélt úti hlaðvarpsþáttunum Calling Munro þar sem hann og vinir hans spjalla á léttu nótunum um dægurmál, heimspeki og vísindi. Hann flutti erindi á Duchenne deginum þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var heiðursgestur. Þá talaði hann um mikilvægi þess að missa ekki húmorinn í aðstæðum eins og hans. Það vakti heimsathygli þegar Guðjón svaraði spurningum fólks varðandi Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn á samskiptamiðlinum Reddit.

Árið 2021  fékk hann verðlaun Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir hve hann var afkastamikill vísindamaður sem hafði á skömmum tíma náð að birta tvær mjög viðamiklar rannsóknir. Í annarri greininni voru sjaldgæfir erfðabreytileikar, sumir séríslenskir, einangraði sem tengjast sterkt umtalsverðum áhrifum á myndun blóðrauða. Einnig var sagt “Að framlag Guðjóns til vísindanna er því verulegt og því ljóst að hér er á ferðinni efnilegur vísindamaður.”

Guðjón hélt  erindi á Lífeinda- og heilbrigðisvísindaráðstefna við Háskóla Íslands, um rannsóknina GWAS á banddaufkyrningahlutfalli og auðkenningu á Pelger-Huët fjölskyldu. Hann var aðal höfundur þessar rannsóknar. 

Guðjón kom  fram í hlaðvarpsþætti PTC Therapeutics og talaði um hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum séu einmitt það sem hann vill gera.

Guðjón hélt erindi undir heitinu “að lifa með Duchenne” á pallborðsumræðum á ZOOM sem Jett Foundation hélt. Jett Foundation styrkir fólk og fjölskyldur í BNA sem verða fyrir áhrifum af Duchenne vöðvarýrnun með þróun á umbreytandi forritun, menntunartækifæri og áframhaldandi stuðning á hverju stigi í framgangi Duchenne vöðvarýrnunar.

Þegar vísa átti Yazan Tamimi 11 ára frá Palestínu úr landi. Boðuðu Duchenne samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Einstök börn boðuðu til samstöðufundar á Austurvelli. Þangað mætti Guðjón á honum til stuðnings og hélt ræðu um hve hættulegt væri fyrir Yazan að missa úr meðferð.  Og lýsti þungum áhyggjum vegna brottvísunar Yazan. Hann benti á að ,,ef hann [Yazan] fær ekki aðgang að hjólastól strax þá getur bara eitt minnsta hnjask haft mjög slæmar afleiðingar og það svo að líf hans gæti verið í húfi.“