Nanna Kristjánsdóttir
Leiðtogar/ afrek á sviði menntamála
Nanna hefur lagt mikið til stærðfræðisamfélagsins, og raunar vísindasamfélagsins alls með frumkvæði sínu og dugnaði. Hún útskrifaðist með BS gráðu í hagnýttri stærðfræði vorið 2024. Kennarar hennar segja að hún sé réttsýn, greind, skapandi, mjög hæfileikarík, fær og hörkudugleg. Nanna hefur unnið ötullega að framgangi vísindanna á öllum sviðum. Áhrifa hennar gætir um allt, framhaldsskólanemarnir sem hún fær til sín í námsbúðirnar koma í háskólanám í raunvísindum. Hún er uppörvandi og hvetjandi fyrirmynd fyrir öll sem starfa á þessu sviði.
Nanna er hugmyndasmiður og sá um alla framkvæmd námsbúðanna Stelpur diffra árið 2020. Þar sem stelpur og stálp á aldrinum 16-18 ára koma saman í eina viku til að vinna að verkefnum tengdum stærðfræði og hitta alls konar fólk með bakgrunn í stærðfræði. Samhliða því var áhersla á sjálfstyrkingu og jafnréttisfræðslu í námsbúðunum. Búðirnar eru í anda “Stelpur rokka!” og hafa verið haldnar árlega síðan þá. Námsbúðirnar voru tilnefndar til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.
Árið 2024 kom Nanna kom á fót námsbúðunum Kennarar diffra sem er fyrir starfandi grunn- og framhaldsskólakennara, sem heppnuðust einstaklega vel. Þar bjó hún til vettvang þar sem kennarar gátu hist og rætt saman um starf sitt og pælingar sínar.
Þegar hún var nemandi í MH gerði hún athugasemdir við gamalt plakat sem innihélt aðallega gamla karlkyns stærðfræðinga og eina konu. Hún bjó til nýtt plakat þar sem lesa má um stórmerkileg störf Emmy Noether og fleiri kvenkyns stærðfræðinga, sem hafa ekki alltaf fengið að vera með í sögu stærðfræðinnar.
Nanna hefur starfað við Vísindasmiðju HÍ Þar sem hún hefur kynnt töfrandi heim stærðfræðinnar fyrir nemendum og kennurum. sem meðal annars býður grunnskólanemendum í heimsókn til að fræðast og kynnast vísindum.
Hún hefur einnig verið leiðandi í að kynna stærðfræði á vegum Vísindalestar Háskóla Íslands og þannig lagt heilmikið af mörkum á sviði vísindamiðlunar til barna og ungmenna af öllum kynjum.
Hún var varaforseti Stiguls, félags stærðfræði- og eðlisfræðinema og barðist fyrir málefnum samnemenda sinna á málefnalegan hátt.
Nanna flutti frábært og hvetjandi erindi um stelpur Diffra á Nordic Network for Diversity in Physics, ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 2023. Það vakti mikinn áhuga áhorfenda. Það gekk svo vel að kennari hennar bauð henni á ársþingið í ár (2024) í Bergen. Þá talaði hún um áhugaverða rannsókn: “á kynjahlutfalli stúlkna og drengja í áætlunum í framhaldsskóla og áhrif þeirra á framtíðarferil nemenda.” Vakti fyrirlesturinn mikla athygli.
Stelpur Diffra námsbúðirnar hafa vakið athygli og hefur hvatt til sambærilegra framtaksverkefna eins og „Stelpur forrita“ og svipuð verkefni hafa verið rædd í eðlisfræði.
Nanna endurgerði rannsókn frá 2009 sem var um: “Námsval nemenda í menntaskólastærðfræði með tilliti til kyns og kerfisbreytinga“ og gerði það með sóma.