Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021

Á hverju ári biðjum við almenning um að aðstoða okkur við að finna framúrskarandi ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Við erum að leita að einstaklingum sem hafa skarað framúr á sínu sviði, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins.

Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi athyglisverð og verkefni.

Tilnefnt er í eftirfarandi tíu flokkum:

1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði.
3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
4. Störf /afrek á sviði menningar.
5. Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.
6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
7. Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.
8. Störf á sviði tækni og vísinda.
9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Lokað hefur verið fyrir tilnefningar. 

Nú fer vinnuteymi Framúrskarandi yfir allar tilnefningar og afhendir sérstakri dómnefnd sem fer yfir og velur topp10 hóp sem fær viðurkenningu og þar af einn einstakling sem fær verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar. Verðlaunin verða veitt 24. nóvember. Fylgstu vel með á Facebook síðunni okkar:

www.facebook.com/FramurskarandiUngirIslendingar