Viktor Ómarsson
Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála
Viktor Ómarsson er mikill hugsjónamaður og heillandi leiðtogi sem hefur breytt lífi margra, dregið mörg út úr skelinni og hjálpað þeim að fylgja eftir draumum og markmiðum sínum. Síðustu 12 árin hefur Viktor varið tíma sínum í sjálfboðaliðastörf, samhliða því að stofna og reka farsælt ráðgjafafyrirtæki. Hann hefur mikla ástríðu fyrir jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku allra. Hann hefur sterka trú á því að öll eigi að vera jöfn, óháð kyni, kynþætti, trú, bakgrunni eða öðrum þáttum. Hann hefur alltaf trúað því að með því að ferðast og kynnast fólki sem er ólíkt manni sjálfum þá sér maður hvað við eigum í raun öll mikið sameiginlegt og minnkum þannig fordóma. Viktor hefur einstaka hæfileika til að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og virkja falda hæfileika.
Viktor hefur leitt eða komið að mörgum stórum verkefnum og má þar nefna StepUp4Europe sem valdeflir ungt fólk við ákvarðanatöku, hvatt fólk til þess að nýta kosningaréttinn sinn, Konur upp á dekk sem var samstarf Jafnréttisstofu, Akureyrarakademíunnar og JCI Sprota sem miðaði að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og verkefninu Blindir sjá, sem var ljósmyndakeppni fyrir blinda og sjónskerta.
Sú hvatning sem Viktor hefur verið fólki um allan heim er ólýsanleg og hefur hann breytt lífum margra þvert á lönd og heimsálfur.
Viktor gekk í JCI árið 2010 og hefur unnið mikið starf þar. Hann var kjörinn aðildarfélagsforseti 2011 og landsforseti hreyfingarinnar 2012. Eftir það fór hann á fullt í alþjóðastarf JCI og var nýverið kjörinn heimsforseti JCI hreyfingarinnar árið 2023, fyrstur Íslendinga. Hreyfingin telur um 200.000 félaga um allan heim og er það því mikill heiður og mikið starf að vera heimsforseti, en Viktor kemur til með að vera á ferðalagi um 300 daga á næsta ári að heimsækja aðildarfélög JCI um allan heim.