Elín Edda er á topp 10 listanum yfir Framúrskarandi unga Íslendinga 2016

Flokkur: Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði

Elín Edda Sigurðardóttir

Elín Edda Sigurðardóttir

Elín Edda er framúrskarandi læknanemi. Hún gerði rannsókn ásamt Sigurði Yngva Kristinssyni sem hét “Áhrif greiningar góðkynja einstofna mótefnahækkunar á lifun sjúklinga með mergæxli”. Rannsóknin náði til rúmlega 14.000 mergæxlissjúklinga og voru áhrif fyrri vitneskju um forstig mergæxlis, einstofna góðkynja mótefnahækkun (MGUS), á horfur mergæxlissjúklinga metin.

Rannsóknin leiddi í ljós að sjúklingar með fyrri sögu um MGUS höfðu marktækt betri lífslíkur, sem sýndi fram á mikilvægi þess að fylgja eftir sjúklingum með forstig sjúkdómsins til að unnt sé að hefja meðferð um leið og þörf er á. Rannsóknin hlaut hvatningarstyrk Vísindasjóðs Landspítala og áhugasamir geta opnað rannsóknina hér og lesið. Rannsóknir og uppgvötanir eins og þessar munu eflaust lengja líftíma margra sjúklinga.

Þekkjandi Elinu þá veit eg að hun mun verða fyrirferðamikil i læknavisindunum í komandi framtíð.

Á sama tíma og Elín hefur verið í krefjandi læknanámi þá ferðaðist hún um heiminn sem partur af kórnum Graduale Nobili til þess að syngja með Björk Guðmundsdóttir á tónleikum.  Hún lærði á daginn og söng á kvöldin og fékk jafnvel að taka próf í meinafræði í íslenska sendiráðinu í París. Heimild: Læknablaðið.  Söngur er Elínu hugleikinn en móðir hennar er söngkona og hefur hvatt hana áfram í söngnum þrátt fyrir að vera í erfiðu bóknámi á sama tíma.

Annað áhugamál hjá Elínu eru hlaup en hún hefur náð ágætis árangri þar á undanförnum árum. Hún var m.a. í 2. sæti í Stjörnuhlaupinu í fyrra en það var Íslandsmeistaramót í 10km hlaupi, og var í 2. sæti í Powerade sumarhlaupunum í fyrra og Powerade vetrarhlaupunum sl. vetur. Sjá afrekaskrá Elínar og viðtal við hana á hlaup.is.

Elín ólst upp með móður sinni og litlu systur í miðbæ Reykjavíkur. Í dag er hún búsett í miðbæ Reykjavíkur ásamt kærasta sínum, Helga Kristjánssyni en hann er tónlistarmaður, hljóðfærasmiður og tölvunarfræðinemi í HR.

Einn Framúrskarandi ungur Íslendingur verður verðlaunaður þriðjudaginn 24. maí kl. 17 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ætlar þú ekki að mæta?

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér:
Framúrskarandi ungur Íslendingur 2016 – Verðlaunaafhending