Tara Ösp er á topp 10 listanum yfir Framúrskarandi unga Íslendinga 2016

Flokkur: Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Tara Ösp Tjörvadóttir

Tara Ösp Tjörvadóttir

Tara er nemi í margmiðlunarhönnun og samskiptum frá KEA í Kaupmannahöfn, er sjálflærður ljósmyndari og fjölskyldukona. Hún var valin Austfirðingur ársins 2015.

Tara er ein af forsprökkum #égerekkitabú samfélagsmiðlabyltingunnar og tók þátt í stofnun samtakanna Geðsjúk. Hún hefur barist fyrir fordómum gegn andlegum sjúkdómum síðan hún kom út úr sínum þunglynda skáp 2015, eftir 12 ára baráttu við þunglyndi. Hún stofnaði ljósmyndaverkefnið “Faces of Depression” sama ár þar sem hún hefur til þessa myndað 100 Íslendinga í baráttunni við þunglyndi.

Tara sem starfar sem sérfræðingur hjá Skema, hefur unnið þrekvirki í opnun umræðu um geðsjúkdóma og mun halda erindi á TEDxReykjavík 2016 laugardaginn 28. maí.

Tara safnar nú fyrir gerð heimildarmyndarinnar “Þunglynda þjóðin” sem mun koma út í byrjun 2017 en markmið heimildamyndarinnar er að fræða kennara og nemendur um þunglyndi. Hægt er að leggja söfnuninni lið á síðu indiegogo.

Í umsögn Töru til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur er haft eftir innsendanda :

Tara Ösp Tjörvadóttir hefur lagt sitt af mörkum til að draga úr þeim fordómum og stigma sem fylgir andlegum sjúkdómum. Hún er forsprakki samfélagmiðlabyltingarinnar #égerekkitabú og fór af stað í framhaldinu með ljósmyndaverkefnið 100 andlit þunglyndis þar sem hún ljósmyndaði 100 einstaklinga á Íslandi sem berjast við þunglyndi. Bæði verkefnin hafa aðstoðað fjölda Íslendinga við að stíga út úr sínum þunglynda skáp og leita sér aðstoðar. Í grunnskólum landsins hefur aldrei verið eins mikið um kvíða og þunglyndi hjá börnum/unglingum og nauðsynlegt er að bregðast við. Tara hefur nú farið af stað með samfélagsverkefni til að fræða kennara og nemendur um þunglyndi með heimildarmynd sinni “Þunglynda þjóðin” og er nú að safna fyrir þeirri mynd (https://www.indiegogo.com/projects/depressed-nation-documentary)

Einn Framúrskarandi ungur Íslendingur verður verðlaunaður þriðjudaginn 24. maí kl. 17 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ætlar þú ekki að mæta?

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér:
Framúrskarandi ungur Íslendingur 2016 – Verðlaunaafhending