TOPP TÍU 2020
Ninna Pálmadóttir
Störf /afrek á sviði menningar
Ninna Pálmadóttir er leikstjóri og kvikmyndatökukona sem útskrifaðist síðasta vor úr NYU Tisch School of the Arts með MFA gráðu í leikstjórn og handritagerð. Ninna er ekki bara eldklár og metnaðarfull í einu og öllu heldur er hún einnig með hausinn í lagi og frábær fyrirmynd fyrir alla. Ninna sýnir hvernig konur geta líka verið afgerandi í kvikmyndagerð og heldur áfram að sýna það með harðri vinnu og velgengni sinni. Stuttmyndin hennar, Blaðberinn (Paperboy), komst inn á kvikmyndahátíðir víðs vegar um heiminn, meðal annars á Seattle International Film Festival, þar sem myndin var frumsýnd. Sú mynd hefur til dæmis unnið til verðlauna á Reykjavík International Film Festival, Euroshorts Young Filmmakers in Poland og var sýnd á TIFF’s SHort Cuts. Myndin vann Edduna 2020 fyrir stuttmynd ársins. Vann til verðlauna á Stockfish og einnig Sólveig Anspach verðlaunin.
Myndin hennar “Allir hundar deyja (All dogs die) fær íslenska frumsýningu á Reykjavík International Film Festival (RIFF) núna í ár. Allir Hundar Deyja fékk fjárstyrk frá leikstjóranum Spike Lee “Spike Lee production fund” árið 2019.
Ninna er einlæg í kvikmyndagerð sinni. Hún er drifin áfram af sínum magnaða hugarheimi sem hún túlkar í verki. Ninna er með góða nærveru og smitar frá sér góðri orku hvert sem hún fer.
Nýverið var Ninna talin upp af fréttablaði DV sem ein af vonarstjörnum Íslands í sjónvarps- og kvikmyndagerð. Ninna vinnur nú að sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd. en verkefnið hennar hefur fengið inngöngu í handritsvinnustofu sem er haldin af Samtökum kvikmyndaleikstjóra og Kvikmyndamiðstöð Íslands.