Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 20. skipti.

Þetta árið bárust hátt í þrjú hundrað tilnefningar frá almenningi en auglýst er eftir til­nefn­ing­um á hverju ári og get­ur hver sem er til­nefnt framúrsk­ar­andi ung­an Íslend­ing. Sér­stök dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­ar og vel­ur úr 10 framúrskarandi einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlauna­hafa.

Topp 10 2021

Eftirfarandi hljóta viðurkenningu í ár (smelltu á nafnið til þess að sjá ítarlegri upplýsingar)

Af þessum hópi verður einn einstaklingur valinn sem Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2021.

Dómnefnd skipaði Elísabet Brynjarsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2020 og fyrrum framkvæmdastjóri Frú Raghnheiðar, Eyvindur Elí Albertsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og senator JCI, Guðjón Már Guðjónsson framkvæmdastjóri OZ, Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2021.

Verðlaunin verða veitt 24. nóvember næstkomandi og mun Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenda verðlaunin.

Meðal fyrrum vinningshafar eru:

  • Ingileif Friðriksdóttir
  • Pétur Halldórsson
  • Ævar Þór Benediktsson
  • Tara Ösp Tjörvadóttir
  • Rakel Garðarsdóttir
  • Sævar Helgi Bragason
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson