TOPP TÍU 2021

Hanna Ragnarsdóttir

Störf á sviði tækni og vísinda

Hanna Ragnarsdóttir útskrifaðist með bachelor gráðu í tölvunarfræði með áherslu á gervigreind (e. artifical intelligence) við Háskólann í Reykjavík árið 2018 með hæstu einkunn. Áður hafði hún lokið bachelor gráðu í næringarfræði við Háskóla Íslands. 

Hanna var einnig meðlimur í /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði og tók virkan þátt í því starfi sem felst m.a. í því að kynna félagsmeðlimi fyrir starfi og reynslu kvenna úr tæknigeiranum og benda á fyrirmyndir. Hanna vann hjá Nox Medical árin 2018-2019, fyrirtæki sem er mjög framarlega í svefnrannsóknum, þar sem hún nýtti vélrænt gagnanám (e. machine learning) til þess að greina svefnmynstur hjá notendum svefnmæla Nox. Hjá Nox vann hún að verk­efni sem hét: Þróun á al­grími til að finna örvök­ur í sof­andi ein­stak­ling­um með því að skoða önn­ur líf­merki en heila­rit og sann­próf­un á aðferð til að greina or­sak­ir kæfis­vefns með stóru gagna­safni. Rannsóknarteymið hennar hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 6. febrúar 2019. Einnig hlaut teymið annað sæti á Physi­o­Net 2018. 

Hanna hóf nám við ETH Zürich í Sviss árið 2019 með áherslu á vélrænt gagnanám (e. machine learning) þar sem hún var ein af fjórum nemendum sem hlutu hinn virta ESOP (Excellence Scholarship & Opportunity Programme) skólastyrk. ETH er einn af virtustu háskólum heims á sviði tölvunarfræði og leggur mikið upp úr öflugu rannsóknarstarfi og nýsköpun. Hér má sjá viðtal við Hönnu þar sem hún segir m.a. frá rannsókn þar sem hún nýtti djúp tauganet (e. deep learning) á gögn sem eru mikilvæg í tengslum við krabbameinsrannsóknir: https://www.youtube.com/watch?v=XuWK2dVib_s

Haustið 2020 starfaði Hanna meðfram skólanum sem sérfræðingur í velnámi (e. machine learning engineer) hjá nýsköpunarfyrirtæki í Zürich sem þróar kerfi til að hjálpar starfsfólki hjá fyrirtækjum til að öðlast nýja þekkingu sem nýtist í starfi út frá þörfum hvers og eins einstaklings. Til þess er vélrænt gagnanám (e. machine learning) nýtt til þess að mæta þörfum og getu hvers og eins notenda í kerfinu. 

Í febrúar 2021 var Hanna ein af fjórum sem hlutu styrk frá Menntasj