TOPP TÍU 2021

Eyþór Máni Steinarsson

Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði

Eyþór er ungur frumkvöðull sem er tilnefndur á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði sem þrátt fyrir ungan aldur hefur hann áorkað töluverðu.

Hann er framkvæmdarstjóri sem og einn af eigendum Hopp, rafhlaupahjólaleigunnar sem er með starfsemi á 12 svæðum í þremur löndum. Nýlega fékk Hopp 381 milljón króna fjárfestingu frá Brunni Ventures en Eyþór leiðir skölun fyrirtækisins hérlendis og erlendis.

Eyþór stofnaði fyrstu deilisamgöngulausn landsins, deilihjólaleigu í Reykjavík undir merkjum Donkey Republic. Hann er formaður Samtakana um bíllausan lífstíl á Íslandi og er einnig í fagráði hjá Samgögnuráðuneytinu sem og faghóp um leiðarkerfi Strætó á Íslandi.

Eyþór var verkefnastjóri Skema, námskeiðisfyrirtæki innan HR sem kennir ungum krökkum að forrita. Meðan hann var verkefnastjóri sóttu yfir 4.000 krakkar námskeið hjá Skema. Hann var þjálfari Íslenska landsliðsins í Vélmennaforritun sem lenti í 2. sæti árið 2018 á heimsleikunum í vélmennaforritun, þar sem liðið sigraði meðal annars Bandaríkin og Rússland. Eyþór fór einnig fyrir verkefninu Samrómur þegar það var að byrja, fyrsta íslenska raddgreininum, sem hefur hingað til greint 424 klukkustundir af yfir 19.000 íslenskum röddum