TOPP TÍU 2021

Sindri Geir Óskarsson

Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála

Sindri Geir er ungur sóknarprestur við Glerárkirkju á Akureyri sem hefur m.a. farið nýstárlegar leiðir í sínum embættisstörfum. Hann vakti athygli þegar hann fór að nýta sér TikTok samfélagsmiðilinn sem upphaflega var til þess að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu en fljótlega fóru þúsundir að horfa á myndböndin hans (@serasindri).

Í bland við létt og skemmtilegt efni ræðir hann opinskátt um margvísleg mikilvæg málefni og komið fram jákvæðum boðskap til samfélagsins. Hann hefur til að mynda sagt frá eigin tvíkynhneigð og rætt hinseginleikann. Hann svarar spurningum frá áhorfendum um allt milli himins og jarðar hvort sem það snýr að kirkjunni og trúmálum eða öðru.

Hér má t.a.m. sjá skemmtileg viðtal úr Íslandi í dag https://www.visir.is/g/20202004008d og hér er hægt að hlusta á viðtal við Sindra í Sunnudagssögum https://www.ruv.is/utvarp/spila/sunnudagssogur/23863/7h9873