Óskum eftir tilnefningum fyrir verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2023
Getur þú hjálpað okkur að finna Framúrskarandi ungan Íslending árið 2023?
Við erum að leita að einstaklingum sem hafa skarað framúr á sínu sviði, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins. Nú er opið fyrir tilnefningar og þú getur sent inn tilnefningu!
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar hafa verið veitt árlega af JCI Íslandi frá árinu 2002.
Þau eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni, ungs fólks sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.
Á hverju ári óskum við eftir tilnefningum þar sem allir geta tilnefnt unga Íslendinga sem þeim þykja skara framúr. Sérstök dómnefnd fer svo yfir tilnefningar og velur 10 framúrskarandi einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn þessara einstaklinga hlýtur svo verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur sem afhent eru af forseta Íslands við hátíðlega athöfn.
Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum:
- Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
- Störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði.
- Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
- Störf /afrek á sviði menningar.
- Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.
- Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
- Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála.
- Störf á sviði tækni og vísinda.
- Einstaklingssigrar og/eða afrek.
- Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.
Getur þú aðstoðað okkur við að finna framúrskarandi ungt fólk á aldrinum 18-40 ára? Auglýst verður síðar þegar umsóknarfrestur rennur út.
Þín tilnefning skiptir máli!
Smelltu hér til að opna tilnefningarform (opnast í nýjum flipa)