Búi er á topp 10 listanum yfir Framúrskarandi unga Íslendinga 2016

Flokkur: Störf á sviði viðskipti, frumkvöðla og/eða hagfræði.

bui

Mynd: Art Bicnick / Grapevine

Búi Bjarmar sem er vöruhönnuður að mennt, stofnaði fyrirtækið sitt Crowbar Protein árið 2014 ásamt félögum sínum, Stefáni Atla Thoroddsen og Frosta Gnarr. Markmið fyrirtækisins er að fá fólk í vestrænum heimi til að neyta skordýra í auknum mæli. Orkustykkið Jungle Bar, sem fyrirtækið framleiðir, er fyrsta vara á íslenskum markaði sem sérstaklega er unnin úr skordýrum.

Í viðtali í Morgunblaðinu þann 12.apríl 2015,  var meðal annars haft eftir Búa aðhug­mynd­in hefði meðal ann­ars kviknað þegar hann las sér til um land­rými í Evr­ópu sem yrði upp­urið eft­ir þrjá­tíu ár og þá yrði ómögu­legt að fram­leiða mikið af kjöti. Nýir pró­tíngjaf­ar yrðu því að finn­ast og skor­dýr gætu komið þar sterk inn”.  Það er ekki aðeins að skordýrin séu afar hollur próteingjafi heldur er framleiðslan sjálfbær og stuðlar að betri nýtingu auðlinda.

Verkefnið hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði, Hönnunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það fór einnig í gegnum viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík og fékk fjármögnun á hópfjármögnunarvefnum Kickstarter vorið 2015 þar sem um 10.000 stykki af vörunni seldust á einum mánuði.
Jungle Bar verkefnið hlaut menningarverðlaun DV 2015 sem og hönnunarverðlaun Grapevine fyrir verkefni ársins 2015. Áður hafði það lent í 3ja sæti Gulleggsins og lent í top tíu í Evrópukeppni frumkvöðla sem stuðla að minkunn gróðurhúsalofttegunda þar sem rúmlega 700 fyrirtæki tóku þátt.

Þá var Búi einn af þeim sem stóð að baki Norðurpólnum leikhúsi sem var starfrækt á Seltjarnarnesi frá 2010 til 2013. Í janúar 2013 höfðu um 30.000 manns lagt leið sína í Norðurpólinn.

Búi er með BS gráðu í sálfræði,  hefur kennt við Listaháskóla Íslands og hefur hlotið viðurkenningu fyrir frumkvöðlastörf. Hann á tvö börn, þau Ísafold Sölku og Stíg, og er kvæntur Írisi Stefaníu Skúladóttur.

Einn Framúrskarandi ungur Íslendingur verður verðlaunaður þriðjudaginn 24. maí kl. 17 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ætlar þú ekki að mæta?

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér:
Framúrskarandi ungur