TOPP TÍU 2020

Jóna Þórey Pétursdóttir

Leiðtogar/afrek á sviði menntamála

Jóna Þórey Pétursdóttir / Mynd: Kristinn Ingvarsson

Jóna barðist gegn því að Háskóli Íslands héldi áfram að aldursgreina flóttafólk með tanngreiningum. Tanngreining er ónákvæm aðferð til aldursgreininga, sérstaklega hjá börnum á flótta. Barnaréttindadeild Evrópuráðsins, UNICEF, Rauði krossinn á Íslandi og Bresku tannlæknasamtökin hafa lagst gegn þessari aðferð þar sem henni fylgir töluverð áhætta. Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. Þá ályktuðu Vísindasiðanefnd HÍ og Jafnréttisnefnd HÍ gegn áframhaldi tanngreininga við HÍ en í mars 2019 samþykkti háskólaráð engu að síður verksamning við Útlendingastofnun þess efnis. Stúdentaráð HÍ skoraði á háskólaráð að segja upp samningnum og endurnýja hann ekki.

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma á fundi sínum 6. mars 2020 að endurnýja ekki verksamninginn milli HÍ og Útlendingastofnunarum kaup Útlendingastofnunar á þjónustu tannlæknadeildar skólans í málum þar sem vafi leikur á aldri einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. HÍ hefur því hætt tanngreiningum á börnum, ungmennum og fólki á flótta.

Hún barðist einnig fyrir því að hið opinbera kæmi á móts við stúdenta á tímum Covid-19 og sérstaklega nemendur sem neyðast til að vinna með námi til að framfleyta sér. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum, ekki einu sinni yfir sumartímann þó þú fáir enga sumarvinnu. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert öryggisnet sem grípur þá. Þá er meirihluti stúdenta í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum Covid nái einnig til stúdenta.

Niðurstaðan var að ríki og sveitarfélög buðu uppá mikinn fjölda sumarstarfa til að koma á móts við stúdenta og náði hlutabótaleiðin til námsfólks, þó að atvinnuleysibætur hafi ekki verið veittar.

Barátta Jónu sem forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og í gegnum önnur hagsmunasamtök stúdenta hefur einnig snúist um jafnréttismál, líðan nemenda, almenn réttindi þeirra auk umhverfismála og sjálfbærara háskólasamfélagi en hún sótti t.a.m. loftslbarniðagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP-25.