TOPP TÍU 2020

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir

Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði

Stefanía Bjarnery Ólafsdóttir

Stefanía Bjarney er framkvæmdastjóri og með-stofnandi Avo. Avo sérhæfir sig í að koma í veg fyrir mannleg mistök í innleiðingu notenda greininga. Hún er stærðfræðingur og heimspekingur. Vann í sjö ár við erfðafræði hjá DeCode, hjálpaði við að koma spurningaleiknum QuizUp á laggirnar. Stofnaði fyrirtækið Visku sem hefur það markmið að gjörbylta því hvernig fyrirtæki þjálfar fólk, með því að leikja væða örþjálfun og gera fyrirtæki skilvirkari í að koma þekkingu til starfsfólks og viðhalda henni. Við þróun á Visku kom hugmyndin að Avo. Avo tryggir að gögnin sem vöruteymi safna til að skilja notendur sínar séu áreiðanleg. Stafræn vöruþróun krefst þess í dag að teymi hreyfist á leifturhraða. En ekki í hvaða átt sem er, heldur í rétta átt. Þau vöruteymi sigra sem nýta sér kraft gagna til að búa til bestu upplifunina fyrir notendur.

Árið 2019 var Avo fyrst íslenskra fyrirtækja til að vera samþykkt inn í Y Combinator viðskiptahraðalinn. Y Combinator viðskiptahraðalinn er einn sá virtasti í heiminum í dag og hafa fjölmörg þekkt fyrirtækið farið þar í gegn sbr. Dropbox, Airbnb og Reddit.

Stofnendur Avo, Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Sölvi Logason, stýrðu áður gagnagreind í Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuizUp. Þar sáu þau um greiningarsvið, vöxt, og vöruþróun.

Sprotafyrirtækið Avo hefur tryggt sér þrjár milljónir dollara í fjármögnun. Það samsvarar 419 milljónum íslenskra króna. Fjárfestahópurinn er leiddur af bandaríska vísisjóðnum GGV Capital með þátttöku Heavybit og Y Combinator. Um er að ræða þekkta sjóði í Kísildalnum með sérþekkingu í að fjárfesta í ört vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðirnir hafa áður fjárfest í til dæmis Airbnb, TikTok og Alibaba.

Stefanía er framúrskarandi frumkvöðull, hörkudugleg, klár og vinnusöm.