Sólborg Guðbrandsdóttir

Leiðtogar/ afrek á sviði menntamála

Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún berst gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu, hefur hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. 

Árið 2016 stofnaði Sólborg instagram reikninginn Fávitar en þar fræddi hún ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma en aðgangurinn hætti göngu sinni árið 2020. Eftir að hafa byrjað að birta skjáskot og dónaleg skilaboð sem hún hafði fengið sjálf þá endaði það með því í að reikningurinn varð af því sem það er orðið í dag. 

Í kjölfar reikninginsins  þá skrifaði hún og gaf út bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar en þriðja bókin, Fávitar og fjölbreytileikinn kom út í nóvember 2022. Allar bækurnar eiga það sameiginlegt að vera fræðslubækur fyrir ungt fólk og fjalla um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika.

Í fyrstu tveimur bókunum tekur Sólborg meðal annars saman spurningar sem henni hafa borist og svör, vangaveltur unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd er svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Nýjasta bókin leggur svo áherslu á það að fræða unga sem aldna um alla liti regnbogans á mannamáli og auka þannig skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins. Bækurnar hafa verið nýttar í kennslu í mörgum grunn- og framhaldsskólum um allt land.

Frá því Sólborg stofnaði reikningin Fávitar hefur hún haldið fjölda fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum um land allt og frætt ungmenni um kynlíf, samskipti og mörk svo eitthvað sé nefnt. Hún hlaut Uppreisnarverðlaunin í maí 2020 en verðlaunin eru veitt af Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning og þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi hreyfingarinnar. Hún hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis. 

Auk þess að vera góð fyrirmynd, rithöfundur og brautryðjandi í sínu máli þá er Sólborg einnig tónlistarkona en hún notar sviðsnafnið Suncity en það er beinþýðing af nafninu hennar. Hún hefur gefið út nokkur lög, skrifaði undir samning hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims, Sony Music árið 2020 ásamt því tók hún þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2018 og 2022.

Sólborg leiddi starfshóp hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í 2021 og unnu að tillögum um markvissari kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi sumarið 2021.