TOPP TÍU 2020
Anna Þóra Baldursdóttir
Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
Haven Rescue Home (HRH) er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi og fyrir mæður ungra barna.
HRH var stofnað í maí 2017 af tveimur ungum konum, Önnu Þóru Baldursdóttir og kenýskri samstarfskonu hennar. Anna Þóra er 32 ára og hefur búið í Kenýa síðan í júlí 2015 þar sem hún byrjað á rannsóknarvinnu og undirbúningi fyrir heimilið.
Í Kenýa ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngunni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér. Mörg heimili taka við ungabörnum sem fjölskyldur gefa frá sér, en aðeins örfá heimili eru starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn.
Markmið HRH er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inná heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar.
Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotin, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn er mun sjálfbærri en heimili fyrir munaðarlaus börn og veitir mæðrum og börnum það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu.