TOPP TÍU 2020

Najlaa Attaallah

Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála

Najlaa Attaallah, Mynd: Kristinn Ingvarsson

Najlaa Attaallah kemur frá hinu stríðshrjáða Gaza svæði í Palestínu. Hún ferðaðist til Íslands sem flóttamaður fyrir rúmum tveimur árum síðan, og er nú búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og börnum. Najlaa hefur lengi unnið að alþjóðlegum verkefnum í þágu kvenna í gegnum félagasamtök sem hafa það að leiðarljósi að efla fjárhagslegan hag kvenna, í því skyni að tryggja þeim lífsviðurværi og sjálfstæði. Áhugi hennar fyrir jafnréttismálum hélt áfram þegar hún kom til Íslands, og hún sótti nám í kynjafræðideild Háskóla Ísland. Þar hlaut Najlaa verðlaun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir framúrskarandi árangur í námi sínu. Í kjölfar þess að Najlaa flutti hingað til Íslands stofnaði hún fyrirtækið Gaza Company sem byggir á framleiðslu palenstínskra kvenna á fallegum og handgerðum vörum sem skreyttar eru mynstrum úr krosssaum, svo sem sjöl, sængurver, og töskur.

Markmið fyrirtækisins Gaza Company er að að bæta kjör palenstínskra kvenna í Gaza. Fyrirtækið skapar ekki aðeins störf á þessum tímum mikils atvinnuleysis í Palestínu, heldur gerir fyrirtækið palenstínskum konum kleift að afla eigin tekna í samfélagi þar sem þær njóta ekki jafnræðis á við karla. Einnig er markmið fyrirtækisins að viðhalda ævagamalli handverkshefð kvenna á Gaza svæðinu.

Framleiðsla fyrirtækisins krefst mikillar og víðfemar þekkingar og því var þörf að ráða konur alls staðar frá Gaza svæðinu, sem búa yfir mismunandi sérþekkingu. Nú starfa um 50 palenstínskar konur í Gaza að því að framleiða vörur fyrir íslenskan markað.  En Najlaa er helsti hugmyndasmiðurinn, hönnuðurinn og stýra fyrirtækisins. Najlaa lítur ekki síst á fyrirtækið sem tækifæri fyrir palenstínskar konur til að eiga í  samskiptum við íslensku þjóðina, sem hefur reynst Palenstínsku þjóðinni mikilvægur bakhjarl. Hluti af þeirri vinnu er að þróa og framleiða margskonar vörur sem byggja hvortveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumskap. Sú nýsköpunarvinna sem felst í þeim samruna tveggja ólíkra menningarheima sem birtast þannig í saumverkum.

Það þarf ekki að fjölyrða um hve mikilvægt og um leið aðdáunarvert framtak Najlaa er; konan sem notar listina að sauma til að varða vega palenstínskra kvenna og um leið til að eiga í samskiptum við nýja heimaland sitt.