Í dag afhenti Forseti Íslands verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar við hátíðlega athöfn í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Verðlaunin í ár féllu í skaut Rakelar Garðarsdóttur fyrir störf á sviði siðferðis og umhverfismála.
Rakel Garðarsdóttir stofnaði velferðarsamtökin Vakandi upp á sitt einsdæmi en samtökin berjast fyrir minni sóun matvæla. Síðan að samtökin voru stofnuð í ársbyrjun 2014 hefur orðið mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting í samfélaginu um sóun á mat. Hún gaf út bók síðustu jól í nafni Vakandi sem er í senn fróðleg og nytsamleg. Rakel hefur unnið allt sitt starf með Vakandi í sjálfboðastarfi og nýtt sinn frítíma í að berjast gegn sóun og reyna að bæta umhverfið og heiminn allan (lítil skref, byrja alltaf hjá okkur sjálfum).
JCI Ísland óskar Rakeli hjartanlega til hamingju með verðlaunin.