Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 15. skiptið.

Í ár bárust um tvö hundruð tilnefningar frá almenningi en dómnefnd hefur haft það erfiða verkefni undanfarna daga að velja þar úr tíu framúrskarandi einstaklinga. Listann er að finna hér að neðan.

Ítarupplýsingar um einstaklingana er hægt að finna með því að smella á nafn þeirra í listanum.

Framurskarandi ungir Íslendingar -Topp 10 hópurinn 2016

Topp tíu hópinn í ár skipa:

Arna Sigríður Albertsdóttir
Einstaklingssigrar og/eða afrek

Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði

Elín Edda Sigurðardóttir
Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði

Jón Margeir Sverrisson
Einstaklingssigrar og/eða afrek

Kristín Þorsteinsdóttir
Einstaklingssigrar og/eða afrek

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch
Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði

Sigríður Dögg Arnardóttir
Leiðtogar/afrek á sviði menntamála

Tara Ösp Tjörvadóttir
Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Tyrfingur Tyrfingsson
Störf /afrek á sviði menningar

Þórunn Ólafsdóttir
Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála

Af þessum tíu hefur dómnefnd jafnframt valið einn verðlaunahafa.

Þér er boðið á verðlaunaafhendinguna!

Það verður spennandi að sjá hver hlýtur verðlaunin í ár en forseti Íslands mun afhenda þau þriðjudaginn 24. maí næstkomandi, kl 17:00, í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Afhending verðlaunanna er opin almenningi en nánari upplýsingar um viðburðinn eru hér:
Framúrskarandi ungur Íslendingur 2016 – Verðlaunaafhending