JCI á Íslandi veittu í dag verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar en það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin ásamt Elizes Low, landsforseta JCI á Íslandi.
Athöfnin fór fram í hinum glæsta lestrarsal í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Dómnefnd hafði tilnefnt tíu einstaklinga til verðlaunanna en Tara Ösp Tjörvadóttir varð þeirra hlutskörpust.
Hægt er að lesa nánar um Töru ->hér<- en við viljum þó minna á að Tara safnar nú fyrir gerð heimildarmyndarinnar “Þunglynda þjóðin” sem mun koma út í byrjun 2017 en markmið heimildamyndarinnar er að fræða kennara og nemendur um þunglyndi. Hægt er að leggja söfnuninni lið á síðu indiegogo.