Þórunn Eva G. Pálsdóttir fær verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut í dag titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt Ríkey Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI.

JCI á Íslandi veitir verðlaunin á hverju ári en Þórunn var tilnefnd fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.

Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI, Þórunn Eva G. Pálsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021 og Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: Gunnar Þór Sigurjónsson

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir Þórunni Evu G. Pálsdóttur verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar. Mynd: Gunnar Þór Sigurjónsson