Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 16. skiptið.

Í ár bárust um hundrað tilnefningar frá almenningi en dómnefnd hefur haft það erfiða verkefni undanfarna daga að velja úr tíu framúrskarandi einstaklinga. Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár:

  • Almar Blær Sigurjónsson
    • Störf /afrek á sviði menningar
  • Aron Einar Gunnarsson
    • Einstaklingssigrar og/eða afrek
  • Áslaug Ýr Hjartardóttir
    • Einstaklingssigrar og/eða afrek
  • Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir
    • Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
  • Margrét Vilborg Bjarnadóttir
    • Störf á sviði viðskipti, frumkvöðla og/eða hagfræði
  • Martin Ingi Sigurðsson
    • Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.
  • Sara Mansour
    • Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
  • Steinunn Ása Þorvaldsdóttir
    • Störf /afrek á sviði menningar
  • Þórunn Ólafsdóttir
    • Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála
  • Ævar Þór Benediktsson
    • Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.

Af þessum hópi verður einn einstaklingur valinn sem Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2017.

Dómnefndina skipuðu (frá vinstri): Erlendur Steinn Guðnason, Katrín Jakobsdóttir, Rakel Garðarsdóttir, Svara Arnardóttir og Elizes Low.

Dómnefndina skipuðu (frá vinstri): Erlendur Steinn Guðnason, Katrín Jakobsdóttir, Rakel Garðarsdóttir, Svava Arnardóttir og Elizes Low.

Athöfnin til að veita viðurkenninguna verður haldin í Háskólanum í Reykjavík þann 28. Ágúst kl. 17:30 og mun Forseti Íslands veita verðlaunin. Afhendingin er opin almenningi en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsíðunni framurskarandi.is.

Til að fá frekari upplýsingar um verkefnið má hafa samband við verkefnastjórann Elizes Low í síma 8927885.