Tveir fyrrum verðlaunahafar Framúrskarandi Ungra Íslendinga eru tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem veitt verða þann 1. nóvember næstkomandi.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut verðlaun fyrir störf/afrek á sviði menningar árið 2008 og Emilíana Torrini söngköna hlaut verðlaun á sama sviði árið 2005.

Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með tilnefningarnar og krossleggjum fingur fyrir þeirra hönd fyrir lokavalið í haust.

Hér má finna umfjöllun visir.is um tilnefningarnar.

Tilnefningarsíða Víkings Heiðars á vefsíðu Norðurlandaráðs.

Tilnefningarsíða Emiliönu Torrini á vefsíðu Norðurlandaráðs.