Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 18. skiptið.

Þetta árið bárust hátt í tvö hundruð tilnefningar frá almenningi í gegnum herferð sem sett var í gang á samfélagsmiðlum ásamt því að nokkrir fjölmiðlar greindu frá því að JCI væri að leita af tilnefningum. 

Dómnefnd skipaði Áslaug Arna alþingiskona, Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi, Fanney Þórisdóttir landsforseti JCI, Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri hjá Kiwanis. Saman fengu þau þá miklu áskorun að fara í gegnum tilnefningarnar og velja úr þeim tíu framúrskarandi unga einstaklinga.

 

Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár.

 

 

 

Alda Karen Hjaltalín

  • Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.

Anna Sigríður Islind

  • Störf á sviði tækni og vísinda.

Einar Stefánsson

  • Störf /afrek á sviði menningar.

Erna Kristín Stefánsdóttir

  • Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Pétur Halldórsson

  • Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

  • Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.

Róbert Ísak Jónsson

  • Einstaklingssigrar og/eða afrek.

Sigurður Loftur Thorlacius

  • Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.

Sólborg Guðbrandsdóttir

  • Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Sturlaugur Haraldsson

  • Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.

 

Af þessum hópi verður einn einstaklingur valinn sem 

Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2019.

 

Athöfnin til að veita viðurkenningu verður haldin í Iðnó við Tjörnina þann 4. september næstkomandi. Húsið opnar kl 17:00 og athöfnin sjálf hefst stundvíslega klukkan 17:30. Afhendingin er opin almenningi en nánari upplýsingar um viðburðin má finna á Facebook.

 

Til að fá frekari upplýsingar um verkefnið má hafa samband við verkefnastjórann 

Steingrím Þór Ágústsson í síma 8692831.