JCI á Íslandi veitti þann, 4. September síðastliðinn, verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar en það var forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin ásamt Fanney Þórisdóttur landsforseta JCI, Rakel Garðarsdóttur hjá Vakandi og fyrrum sigurvegari verðlaunana og Söru Mansour baráttukonu. Sú síðast nefnda var tilnefnd til verðlaunana árið 2017. Verðlaunaafhendingin fór fram í Iðnó.

Pétur Halldórsson með verðlaunin ásamt Fanney Þórisdóttur, landsforseta JCI og Forseta Íslands, Guðna Th.

Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Verðlaunin sjálf eru síðan veitt til eins einstaklings sem þykir skara sérstaklega framúr en í ár féllu var það Pétur Halldórssón sem var verðlaunaður fyrir framlag sitt til umhverfismála.

Síðustu tvö ár hefur Pétur tekið þátt í því að stofna ný alþjóðleg félagasamtök, hins alþjóðlega tengslanets ungmenna um Norðurslóðir, Arctic Youth Network. Vinnan af því hófst eftir fund með hóp frá Alaska á Hringborði norðurslóða í Hörpu, haustið 2017.

Pétur er formaður Ungra umhverfissinna og er ötull talsmaður náttúruverndar og valdeflingar ungs fólks. Lokaverkefni hans í líffræði var rannsókn á íslenska himbrimastofninum en engin haldbær gögn voru til um íslenska stofninn. Pétur er í stjórn Landverndar og er mikill talsmaður þess að samrýma loftslagsaðgerðir og endurheimt vistkerfa. Hann hefur meðal annars gagnrýnt opinberlega ákveðið stefnuleysi í orkumálum þjóðarinnar.

Eftir að óskað hafði verið eftir tilnefningum til verðlaunanna í ár fengu tíu einstaklingar viðurkenninguna framúrskarandi ungir Íslendingar en meira en 200 tilnefningar bárust frá almenningi. Það var dómnefnd sem valdi Pétur sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2019 en einnig voru verðlaunuð í gær þau Alda Karen Hjaltalín, Anna Sigríður Islind, Einar Stefánsson, Erna Kristín Stefánsdóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Róbert Ísak Jónsson, Sigurður Loftur Thorlacius, Sólborg Guðbrandsdóttir og Sturlaugur Haraldsson. 

Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri Kiwanis heldur ræðu. Kiwanis er einn af stóru styrkaraðilum viðburðarins.

Góð mæting var á viðburðinn sem haldinn var í Iðnó. Ásþór Þórhallsson forseti JCI Reykjavíkur var umræðustjóri og opnaði viðburðinn. Þeir sem stigu á svið og héldu ræðu voru, Eyþór K. Einarsson, Fanney Þórisdóttir, Jón Rúnar Jónsson verkefnastjóri, Rakel Garðarsdóttir og Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Boðið var upp á léttar veitingar.

Sérstakar þakkir fara til Kiwanis og Borgunar fyrir að hafa hjálpað okkur að gera þennan frábæra og þarfa viðburð að veruleika.

Dómnefndina í ár skipaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona, Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi, Fanney Þórisdóttir landsforseti JCI, Jón Atli rektor Háskóla Íslands og Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri hjá Kiwanis. Verðlaunin eru hluti af alþjóðlegri viðurkenningu sem JCI stendur fyrir um allan heim til að vekja athygli á því sem er vel gert og einnig til að hvetja annað ungt fólk til dáða.

Erlendis eru verðlaunin nefnd TOYP verðlaun, The Outstanding Young People of the World, en á meðal verðlaunahafa eru Elvis Presley, Bruce Lee og Bill Clinton.

 

Myndir frá viðburðinum.

JCI á Íslandi óskar Pétri innilega til hamingju með verðlaunin.

Umfjöllun Vísis um verðlauna afhendinguna
https://www.visir.is/g/2019190909343

Frétt MBL um verðlaunin:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/05/petur_er_framurskarandi_ungur_islendingur_2019/

Nútíminn fjallaði einnig um verðlaunin:
https://www.nutiminn.is/petur-halldorsson-er-framurskarandi-ungur-islendingur-arid-2019/