TOPP TÍU 2020

Sara Björk Gunnarsdóttir

Einstaklingssigrar og/eða afrek

Sara Björk Gunnarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir er íslensk knattspyrnukona sem leikur með Lyon í Frakklandi. Hún hefur hér um bil unnið allt sem hægt er að vinna í knattspyrnu. Þar má telja að hún hefur unnið þýsku deildina fjórum sinnum, sænsku deildina fjórum sinnum, sænska ofurbikarinn nokkrum sinnum ásamt þýska bikarnum líka. Hún er fæddur leiðtogi og sigurvegari á sínu sviði.

Landsliðsferill hennar er einnig glæsilegur en hún hefur keppt á stórmótum ásamt því að vera fyrirliði íslenska landsliðsins.

Í ár ber það helsta að hún vann Meistaradeild Evrópu og skoraði mark í úrslitaleiknum! Mögnuð kona hér á ferð!