JCI á Íslandi veittu í dag verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar en það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin ásamt Elizes Low, landsforseta JCI á Íslandi.

Athöfnin fór fram í hinum glæsta lestrarsal í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Dómnefnd hafði tilnefnt tíu einstaklinga til verðlaunanna en  Tara Ösp Tjörvadóttir varð þeirra hlutskörpust.

Framurskarandi-Verðlaunahafi-2016-Tara-FB

Forseti Íslands, Tara Ösp, Elizes Low landsforseti JCI, Guðlaug Birna verkefnastýra verðlaunanna [ljósm. Gunnar Þór Sigurjónsson]

Tara er ein af forsprökkum #égerekkitabú samfélagsmiðlabyltingunnar og tók þátt í stofnun samtakanna Geðsjúk. Hún hefur barist fyrir fordómum gegn andlegum sjúkdómum síðan hún kom út úr sínum þunglynda skáp 2015, eftir 12 ára baráttu við þunglyndi. Hún stofnaði ljósmyndaverkefnið “Faces of Depression” sama ár þar sem hún hefur til þessa myndað 100 Íslendinga í baráttunni við þunglyndi.

Hægt er að lesa nánar um Töru ->hér<- en við viljum þó minna á að Tara safnar nú fyrir gerð heimildarmyndarinnar “Þunglynda þjóðin” sem mun koma út í byrjun 2017 en markmið heimildamyndarinnar er að fræða kennara og nemendur um þunglyndi. Hægt er að leggja söfnuninni lið á síðu indiegogo.

Framurskarandi-2016-verdlaun-afhent

Tara brosir breitt við lófatak forseta og annara gesta. [ljósm. Gunnar Þór Sigurjónsson]

 

Framurskarandi-2016-topp10-vidurkenningar

Topp tíu hópurinn tók við viðurkenningum og blómum. Vinir og/eða vandamenn hlupu í skarðið fyrir þá sem ekki áttu heimfært. [ljósm. Gunnar Þór Sigurjónsson]

 

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson - Ljósmynd: Ásgeir Sigurðsson

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson – Ljósmynd: Ásgeir Sigurðsson

 

Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2016 - Tara Ösp Tjörvadóttir - Ljósmynd: Ásgeir Sigurðsson

Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2016 – Tara Ösp Tjörvadóttir – Ljósmynd: Ásgeir Sigurðsson