Þann 11. maí boðar JCI Ísland til opins stefnumótunarviðburðar í Háskóla Reykjavíkur, kl. 17:00. þar sem framtíðarsýn Íslands til næstu 15 ára verður skoðuð. Þátttakendur munu ræða hvernig við byggjum upp framúrskarandi samfélag á hinum ýmsu sviðum, svo sem sviði viðskipta, vísinda, lista, samfélagsmála og hins opinbera. Velt verður upp spurningum á borð við hvaða markmið ættum við persónulega og sem samfélag að setja okkur, hvað þarf til að ná þeim markmiðum og hver ber ábyrgð á að skapa framúrskarandi samfélag á Íslandi?

Heyra má áhugavert viðtal við Elizes Low, verkefnisstjóra hópsins sem stendur að baki verðlaununum í Harmageddon hér að neðan:

Ef spilarinn hér að ofan birtist ekki, eða ekki er hægt að spila hljóðbút þá má finna upptöku hér.

Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að ræða framtíðarsýn Íslands til næstu 15 ára. Meðal þátttakenda verða einstaklingar sem hlotið hafa verðlaunin framúrskarandi ungir Íslendingar, en viðburðurinn er liður í að fagna því að í 15 ár hafa einstaklingar á aldrinum 18-40 ára verið verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur á hinum ýmsu sviðum. Það er JCI hreyfingin á Íslandi sem árlega hefur staðið fyrir verðlaununum frá árinu 2002 en meðal verðlaunahafa eru Rakel Garðarsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Freyja Haraldsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Tara Ösp Tjörvadóttir, Vilborg Arna Gissurardóttir og fleiri.

Verðlaunin eru hluti af alþjóðlegum verðlaunum JCI hreyfingarinnar og hafa tveir Íslendingar hlotið verðlaunin á heimsvísu, þau Kristín Rós Hákonardóttir og Guðjón Már Guðjónsson.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Elizes Low, verkefnastjóri verkefnisins (892 7885 / elizes@jci.is). Einnig má finna frekari upplýsingar á www.framurskarandi.is.