Elísabet er Framúrskarandi ungur Íslendingur

Verðlaunin afhent

Guðlaug Birna Björnsdóttir, landsforseti JCI Íslands afhendir Elísabetu Brynjarsdóttur verðlaunin

JCI Ísland veitti þann 18. nóvember síðastliðinn, verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar. Afhendingin fór fram með óhefðbundnu sniði þar sem ekki tókst að halda verðlaunahátíð eins og síðustu ár í ljósi sóttvarna. Guðlaug Birna Björnsdóttir landsforseti JCI Íslands 2020 fékk það verkefni að afhenda verðlaun utandyra á köldum en fallegum degi. Þetta er 19. árið í röð sem verðlaunin eru veitt á Íslandi.

Alla jafna hefur Forseti Íslands og verndari verkefnisins fengið það hlutverk að afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn ásamt landsforseta JCI á Íslandi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson gat því miður ekki verið viðstaddur en sendi fallega videokveðju til verðlaunahafans og einnig til þeirra sem voru tilnefnd í Topp tíu hópnum.

Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Verðlaunin sjálf eru síðan veitt til eins einstaklings sem þykir skara sérstaklega fram